Þrátt fyrir að danskir hermenn séu rétt að koma heim frá Írak og Afganistan þá vilja stjórnmálamenn í Danmörku senda þá aftur í stríð sem fyrst.
„Við verðum að hafa forvirka utanríkis- og öryggisstefnu,“ segir Bjarne Laustsen í samtali við Berlinske. „Danmörk er ekki hlutlaust land. Við viljum vera með.“
Danski sjóherinn hefur barist gegn sjóræningjum utan við strendur Sómalíu með góðum árangri, og Lausten vill meina að dönsku „sjóræningjaveiðararnir“ geti vel farið til vestanverðrar Afríku. Auk þess vill hann senda danska hermenn til Sýrlands, ef Sameinuðu þjóðirnar ákveða að senda hermenn þangað.
Troels Lund Poulsen telur að danskir hermenn tilheyri elítusveit hermanna í heiminum. „Til þess að viðhalda þeirri stöðu þurfum við að taka þátt í krefjandi verkefnum á sviði hermála.“
Berlinske segir frá.