Jennifer Siebel Newsom, leikstjóri heimildamyndarinnar Miss Representation, er nú með nýja mynd í vinnslu. Hugmyndina fékk hún þegar hún var á kynningarferðalagi fyrir fyrri mynd sína, en á þeim tíma var hún ólétt að syni sínum.
Newsom segist hafa velt fyrir sér hvernig drengur, og síðar hvernig maður sonur hennar myndi koma til með að vera. Þegar hún skoðaði viðfangsefnið nánar sá hún hvað ímynd karlmennsku í Bandaríkjunum, sem hún kallar eitraða karlmennsku (e. toxic masculinity), hafi slæm áhrif á þroska drengja, sem hún og fræðimenn segja ástæðu þess að sjálfsmorðstíðni meðal karlmanna er sjöfalt hærri en meðal kvenna þar í landi.
„Vertu karlmaður. Ekki vera svona mikill „faggi“. „Grow a pair.“ Þú er soddan kjéddlíng.“ Þetta segir hún að séu frasar sem ungir bandarískir karlmenn heyri í uppvextinum og fólk haldi að sé hluti af að herða þá upp. Newsom telur þvert á móti að þetta brjóti þá niður. Newsom vinnur nú að fjármögnun myndarinnar The Mask You Live In á Kickstarter. Hér að neðan er prufustikla úr myndinni.