George Zimmerman sýknaður

George Zimmerman (t.h.)
George Zimmerman (t.h.) AFP

Kviðdóm­ur í Flórída­ríki í Banda­ríkj­un­um sýknaði í gær Geor­ge Zimmerm­an af ákæru um að hafa myrt hinn 17 ára Tray­von Mart­in, en Mart­in var svart­ur. Málið hef­ur vakið mikla at­hygli í Banda­ríkj­un­um.

Málið vakti mikl­ar til­finn­ing­ar hjá þeim sem töldu að Zimmerm­an hefði dæmt Mart­in út frá kynþætti hans. 

Zimmerm­an, sem var sjálf­boðaliði í ná­granna­vörslu, var sakaður um að hafa elt Mart­in gegn­um lokað hverfi í San­ford í Flórída og skotið hann að kvöldi 26. fe­brú­ar í fyrra.

Verj­andi Zimmerm­ans seg­ir að hann hafi skotið Mart­in í sjálfs­vörn eft­ir að Mart­in hafði hann und­ir í göt­unni og barði höfði Zimmerm­ans við mal­bikið. 

Stuðningsmenn Martin voru óánægðir með dóminn
Stuðnings­menn Mart­in voru óánægðir með dóm­inn AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert