Páfi finnur til vegna bílakaupa

Francis páfi
Francis páfi AFP

Frans páfi segist finna til þegar prestar eða nunnur kaupi nýja og dýra bíla. Sömu sögu sé að segja um snjallsíma og tískuvarning.

„Ég finn til í hvert sinn sem ég sé prest eða nunnu í nýjum bíl, þú mátt ekki gera þannig lagað,“ sagði páfinn þegar hann ávarpaði unga presta og nunnur. „Bíll getur verið nauðsynlegur, en gerið það, viljið látlausari bíl. Ef þú vilt kaupa dýrari gerðina mundu þá bara hversu mörg börn deyja úr hungri.“

Þetta virðist vera hluti af viðleitni páfans til að breyta ímynd kaþólsku kirkjunnar. Þegar hann ávarpaði kaþólikka í fyrsta sinn kom hann fram í látlausum klæðum, lausum við allan íburð. Þá er fræg mynd af honum þar sem hann tekur lest nokkru áður en hann varð páfi.

Reuters segir frá

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka