Snowden „martröð“ fyrir Bandaríkin

Edward Snowden
Edward Snowden Skjáskot af Guardian

Glenn Greenwald, blaðamaður The Guardian, segir að uppljóstrarinn Edward Snowden búi yfir gögnum sem væru „martröð“ fyrir bandarísk stjórnvöld, kæmust þau undir augu almennings.

Hann sagði í samtali við argentínska dagblaðið La Nacion að það væri ekki markmið Snowdens að skaða hagsmuni Bandaríkjanna. Snowden hafi hins vegar undir höndum mikið magn skjala um hugbúnað sem almenningur notar án þess að gefa eftir rétt sinn til friðhelgi einkalífs.

Greenwald sagði við dagblaðið að Snowden hefði afhent fjölda fólks gögnin.

„Bandaríkjastjórn ætti að biðja til guðs upp á hvern dag að ekkert hendi Snowden, því ef það gerist verða öll gögnin gerð opinber, og það væri þeirra versta martröð,“ sagði Greenwald.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert