Aðdáandi Breivik handtekinn

Varg Vikernes
Varg Vikernes Af vef Wikipedia

Franska lög­regl­an hef­ur hand­tekið Norðmann en hann er grunaður um að und­ir­búa hryðju­verk. Norðmaður­inn sat í fang­elsi í Nor­egi á sín­um tíma fyr­ir morð en hann er mik­ill aðdá­andi And­ers Ber­ing Brei­vik. Þetta kem­ur fram í frétt á vef Berl­ingske.

Norðmaður­inn, Kristian „Varg“ Viker­nes, er fer­tug­ur að aldri og þekkt­ur þung­arokk­ari. Sam­kvæmt frétt Le Parisien var hann hand­tek­inn á heim­ili sínu í Corrèze í morg­un en þar býr hann ásamt franskri eig­in­konu og þrem­ur börn­um. Leit­ar lög­regla nú á heim­ili hans að vopn­um og sprengi­efni. Vitað er að hann keypti ný­lega fjóra riffla, sam­kvæmt frétt­um franskra miðla.

Viker­nes var dæmd­ur í 21 árs fang­elsi árið 1994 fyr­ir morð á gít­ar­leik­ar­an­um
Øystein Aar­seth og fyr­ir að hafa tekið þátt í að kveikja í fjór­um kirkj­um. Hann var lát­inn laus úr fang­elsi árið 2009.

Viker­nes er yf­ir­lýst­ur nýnas­isti og fékk ný­lega stefnu­yf­ir­lýs­ingu Brei­vik senda og varð það til þess að frönsk yf­ir­völd fóru að gefa hon­um gæt­ur. Þrátt fyr­ir að hafa fylgt Brei­vik í ein­hverj­um mál­um hef­ur Viker­nes gagn­rýnt Brei­vik fyr­ir að hafa myrt sak­laust fólk.

Frétt Le Parisien

Frétt VG

Frétt Berl­ingske


Kristian Varg Vikernes árið 1994.
Kristian Varg Viker­nes árið 1994. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka