Svartnættið blasir við ungu fólki

Ungt fólk frá Spáni sést hér mótmæla við Branderburgerhliðið í …
Ungt fólk frá Spáni sést hér mótmæla við Branderburgerhliðið í Berlín en það er annar raunveruleiki sem blasir við spænskum ungmennum en þýskum. AFP

Engin breyting verður á stöðu ungs fólks í mörgum ríkjum Evrópu á næstunni hvað varðar atvinnumál. Samkvæmt nýrri skýrslu OECD eru 60% ungmenna í Grikklandi án vinnu og 55% á Spáni. Í Portúgal er 40% atvinnuleysi meðal ungs fólks og er hlutfallið svipað á Ítalíu. Það er því fátt annað en svartnætti sem blasir við þessu fólki.

Atvinnuleysi á evrusvæðinu verður væntanlega 12,3% á næsta ári og hefur aldrei verið meira, samkvæmt nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD.

En það er ekki bara ungt fólk sem hefur orðið undir á vinnumarkaði í Evrópu því staða ómenntaðra og fátækra er litlu betri á vinnumarkaði.

Þrátt fyrir þetta er staðan önnur í ýmsum ríkjum Evrópu því útlit er fyrir að atvinnuleysi verði undir 5% í Þýskalandi í lok ársins 2014 en á Spáni og Grikklandi verður það um 28% á sama tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert