Borgin Detroit gjaldþrota

00:00
00:00

Borg­in Detroit sem er í Michigan-ríki í Banda­ríkj­un­um hef­ur lýst sig gjaldþrota. Málið mun fara fyr­ir dóm á næst­unni, en það gæti tekið ár áður en niðurstaða fæst í það hvort gjaldþrot verði samþykkt eða ekki. Á árum áður var borg­in stór iðnaðar­borg og hjartað í bíla­fram­leiðslu Banda­ríkj­anna. Hins veg­ar hafa minnk­andi um­svif fram­leiðslunn­ar í takt við auk­in fé­lags­leg vanda­mál leitt til þess að íbú­um borg­ar­inn­ar fer ört fækk­andi.

Lýs­andi dæmi um ástandið í borg­inni er til að mynda að um 40% af öll­um ljósastaur­um í borg­inni eru biluð, auk þess sem lög­regl­an og slökkviliðin eru und­ir­mönnuð og með lé­leg­an út­búnað. 

Borg­ar­gjaldþrot heim­il í Banda­ríkj­un­um

Kevyn Orr, sem skipaður hef­ur verið full­trúi borg­ar­stjórn­ar Detroit sendi í dag inn papp­ír­ana þar sem sótt er um svo­kallað „Chap­ter 9 municipal bankrupcy,“ sem er sér­stök heim­ild sem borg­ir í Banda­ríkj­un­um hafa til þess að end­ur­skipu­leggja fjár­hag sinn. Bú­ist er við því að af­skrifa þurfi 20 millj­arða banda­ríkja­dala af skuld borg­ar­inn­ar. Ný­lega gat borg­in ekki staðið við líf­eyr­is­skuld­bind­ing­ar sín­ar að upp­hæð 40 millj­ón­ir banda­ríkja­dala. 

Gjaldþrot Detroit yrði það stærsta hjá banda­rískri borg í sög­unni. Á meðal stórra borga sem áður hafa orðið gjaldþrota eru Orange County í Cali­forniu og Jef­fer­son County í Ala­bama. 

Kevyn Orr, fulltrúi borgarstjórnarinnar í Detroit
Kevyn Orr, full­trúi borg­ar­stjórn­ar­inn­ar í Detroit BILL PUGLIANO
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka