Friðarviðræður verða hafnar á ný

John Kerry
John Kerry MARK WILSON

John Kerry, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, til­kynnti fyr­ir skömmu að samn­ing­ar hefðu náðst á milli Ísra­el og Palestínu um að hefja friðarviðræður á ný.

„Ég er ánægður með að til­kynna að við höf­um náð sam­komu­lagi um grunn fyr­ir samn­ingaviðræðum á milli Palestínu og Ísra­el,“ sagði Kerry á blaðamanna­fundi.

Full­trú­ar Palestínu og Ísra­els munu funda með Kerry í Washingt­on í næstu viku þar sem samn­ingaviðræður verða hafn­ar.

Fyrr í dag flaug Kerry með þyrlu til Jórd­an til að funda með Mahmud Abbas, for­seta Palestínu til þess að reyna að bjarga þeim friðarviðræðum sem hann hef­ur staðið fyr­ir í Miðaust­ur­lönd­um. Þetta er í þriðja skiptið í þess­ari viku sem hann fund­ar með Abbas. Áður en hann fór á staðinn átti hann fjög­urra klukku­stunda langt sím­tal við full­trúa Palestínu og Ísra­els. 

Und­an­farna fjóra daga hef­ur Kerry átt marga fundi með full­trú­um Palestínu og Ísra­els, þar sem hann hef­ur lagt mikið kapp á að koma friðarviðræðum aft­ur á.

Þrjú ár eru síðan bein­ar friðarviðræður fóru síðast fram, en þeim var slitið vegna ágrein­ings um land­nem­a­byggðir Ísra­ela á Vest­ur­bakk­an­um. Kerry sagði að ótíma­bært væri að segja í hverju sam­komu­lagið felst þar sem enn á eft­ir að ganga frá því.

Á blaðamanna­fund­in­um lof­samaði Kerry for­seta Palestínu og for­sæt­is­ráðherra Ísra­els fyr­ir hug­rekki sitt og þá erfiðu ákvörðun sem þeir hefðu með þessu tekið. Þá sagði hann að ágrein­ing­ur­inn myndi vissu­lega ekki leys­ast á einni nóttu og að mörg erfið verk­efni væru fyr­ir hönd­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert