Möguleiki á heiðarlegum kosningum í Zimbabwe

Robert Mugabe hefur verið forseti og stjórnað Zimbabwe í 33 …
Robert Mugabe hefur verið forseti og stjórnað Zimbabwe í 33 ár. JEKESAI NJIKIZANA

Vonast er til að frjálsar og heiðarlegar forsetakosningar geti farið fram í Zimbabwe í lok mánaðarins, en það er talið líklegt í fyrsta sinn í fjöldamörg ár. Robert Mugabe, núverandi forseti landsins, hefur verið við völd í 33 ár og sækist eftir endurkjöri.

Utankjörfundaratkvæðisgreiðsla mun nú koma í veg fyrir að lögreglumenn og hermenn í vinnu geti ekki kosið, eins og gerst hefur í landinu áður og skapað mikla óreiðu.

„Við trúum því að það sé hægt að hafa frjálsa og heiðarlega kosningu í Zimbabwe en við getum ekki verið viss um að hún verði fullkomin eða af bestu sort,“ segir Aisha Abdullahi, pólitískur fulltrúi Afríkusambandsins fyrir Zimbabwe.

Í síðustu kosningum voru starfsmenn kosninganna sakaðir um að prenta kosningaseðla, þá vantaði líka fjölmörgum kjörstöðum penna, kjörkassa og önnur nauðsynleg gögn.

„Andrúmsloftið í Zimbabwe virðist vera gott fyrir kosningarnar sem haldnar verða 31. júlí n.k.,“ segir Aisha Abdullahi.

Robert Mugabe, sem sækist eftir endurkjöri, hefur fengið harða gagnrýni um nauðsynlegar umbætur í landinu frá forsætisráðherranum Morgan Tsvangirai, sem er meðal þeirra sem sækjast eftir kjöri gegn Mugabe. En þeir mynduðu sameiginlega ríkistjórn árið 2008 sem hefur leitt af sér blóðugt ofbeldi og hræðilegt ástand í landinu.

Kosningarnar í lok mánaðarins eru þær fyrstu síðan 2008.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert