Nasistakaffihúsið vekur viðbjóð

00:00
00:00

Ad­olf Hitler horf­ir sting­andi aug­um á há­skóla­nem­ana sem gæða sér á snit­sel og þýsk­um bjór á kaffi­húsi í Indó­nes­íu. Þema húss­ins er óvenju­legt: Nasismi.

Solda­tenKaf­fee eða Her­mannakaffi var opnað í borg­inni Band­ung á eyj­unni Jövu árið 2011. Staður­inn er skírður eft­ir vin­sæl­um sam­komu­stað her­manna í Þýskalandi og Par­ís í síðari heimstyrj­öld­inni. Kaffi­húsið er skreytt með gasgrím­um og fán­um með hakakross­in­um á. Ótrú­legt þykir að lítið hafi farið fyr­ir umræðunni um kaffi­húsið fyrr en nú.

Er kaffi­húsið var opnað var eng­inn að hneyksl­ast á því að þjón­ar og marg­ir gest­ir klædd­ust nas­ista­bún­ing­um. Hel­för­in er ein­fald­lega ekki vin­sælt umræðuefni í Indó­nes­íu en landið byggja aðallega mús­lím­ar. Sam­fé­lag gyðinga þar í landi tel­ur aðeins um 20 manns.

Það var þó ekki fyrr en enska dag­blaðið Jarkarta Globe fjallaði um Solda­tenKaf­fee að marg­ir hrukku í kút. Var borg­ar­stjór­inn m.a. hvatt­ur til að ræða við eig­end­ur kaffi­húss­ins.

„Við þurf­um að spyrja hann hver raun­veru­leg­ur til­gang­ur húss­ins er. En eitt er al­veg á hreinu, Band­ung-borg leyf­ir eng­um að hvetja til kynþátta­for­dóma,“ seg­ir borg­ar­stjór­inn.

Eig­andi og hönnuður kaffi­húss­ins er Henry Mulyana. Hann seg­ir ekki til­gang­inn að vekja upp slæm­ar minn­ing­ar um hel­för­ina en seg­ir það ekki koma sér á óvart að hann sé nú út­hrópaður skúrk­ur.

„Ég dýrka ekki Hitler,“ full­yrðir hann, „ég dýrka ein­fald­lega alla mun­ina sem tengj­ast her­mönn­un­um.“ Mulyana er krist­inn og hef­ur gam­an að því að leika sér með loftriffla. 

Safn riffla hans er til sýn­is á kaffi­hús­inu en þar má einnig finna marg­vís­lega hluti sem tengj­ast þýsk­um her­mönn­um, s.s. sjón­auka og lukt­ir. Flesta hlut­ina hef­ur hann keypt á net­inu. Hann seg­ir hluti með hakakross­in­um á verðmæt­ari en aðra.

Staður­inn er nokkuð vin­sæll.

„Við búum í Indó­nes­íu og Indó­nes­ar voru ekki pínd­ir í hel­för­inni, svo okk­ur er al­veg sama,“ seg­ir námu­verkamaður­inn Arya Setya, á meðan hann borðar spaghettírétt á kaffi­hús­inu ásamt kær­ust­unni sinni.

En nú þegar nas­istakaffi­húsið hef­ur spurst út eru gyðing­ar í öðrum heims­hlut­um æfir.

Simon Wiesent­hal-stofn­un­in hef­ur haft sam­band við yf­ir­völd í Indó­nes­íu vegna máls­ins. Rabbín­inn Abra­ham Cooper í Los Ang­eles, seg­ir gyðinga hneykslaða og fulla viðbjóði vegna kaffi­húss­ins.

„Við ætl­umst til þess að til viðeig­andi ráðstaf­ana verði gripið og kaffi­hús­inu lokað,“ seg­ir hann.

Sam­kvæmt indó­nes­ísk­um lög­um er hægt að dæma hvern þann sem viðhef­ur hat­ur í garða annarra kynþátta í allt að fimm ára fang­elsi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka