Náðuð af emírnum af Dúbaí

Marte Deborah Dalelv í Dúbaí.
Marte Deborah Dalelv í Dúbaí.

Hin norska Marte De­borah Dalelv var í morg­un náðuð af emírn­um í Dúbaí og fær að snúa aft­ur heim til Nor­egs. Hún var í síðustu viku dæmd í 16 mánaða fang­elsi fyr­ir að stunda kyn­líf utan hjóna­bands, en hún hef­ur verið í far­banni án vega­bréfs síðan hún lagði fram kæru um nauðgun í mars. Norsk stjórn­völd beittu sér af krafti í máli henn­ar.

Rík­is­sak­sókn­ari í Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um boðaði Dalelv óvænt á fund til sín í morg­un, kl. 8 að ís­lensk­um tíma. Áður hafði ut­an­rík­is­ráðherra Nor­egs, Espen Barth Eide, sett sig í sam­bönd við stjórn­völd í Dúbaí og for­dæmt fang­els­is­dóm­inn. Þá vöktu fjöl­miðlar um all­an heim at­hygli á mál­inu.

Norsk­ir miðlar greina nú frá því að Dalelv hafi verið til­kynnt um náðun­ina á fund­in­um fyr­ir stundu og sé nú á leið út á flug­völl. Hún starfaði sem hönnuður í Kat­ar og var á ferðalagi með vinnu­fé­lög­um sín­um í Dúbaí, en eft­ir nauðgun­ar­kær­una var hún rek­in úr vinnu.

Nei­kvætt fyr­ir ímynd Fursta­dæm­anna

„Ég vona að þetta mál verði lær­dóms­ríkt dóms­yf­ir­völd­um víða um heim,“ sagði Eide á blaðamanna­fundi í Ósló í morg­un. Hann bætti því við að norska ut­an­rík­is­ráðuneytið hefði lagt mikla vinnu í að leysa sem hraðast úr máli Dalelv síðan hún var hand­tek­in í mars og verið í dag­leg­um sam­skipt­um við stjórn­völd í Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæm­ana. 

„Mér þykir yf­ir­völd fursta­dæm­ana hafa sýnt okk­ar sýn á málið mik­inn skiln­ing og vil þakka for­sæt­is­ráðherr­an­um sér­stak­lega,“ sagði Eide, en það er for­sæt­is­ráðherr­ann og emír­inn Mohammed bin Rashid Al Maktoum sem náðar Dalelv per­sónu­lega.

Eide seg­ir það hafa haft áhrif á lausn máls­ins hve mikla at­hygli það vakti um all­an heim, en m.a. söfnuðust 70.000 und­ir­skrift­ir við kröfu um að henni yrði sleppt. Það hafi sett þrýst­ing á Dúbaí, auk þess sem Norðmenn hafi lagt mikla áherslu á að Fursta­dæm­in hafi skuld­bundið sig til að virða mann­rétt­indi.

„Mín upp­lif­un er sú að Dúbaí hafi skynjað að þetta hafði nei­kvæð áhrif á ímynd Fursta­dæm­anna,“ hef­ur Af­ten­posten eft­ir Eide.

Málið hef­ur haft keðju­verk­andi áhrif í Nor­egi. M.a. hef­ur sú umræða kviknað hvort stjórn­völd­um beri að vara kon­ur við því að ferðast til lands­ins. Þá hef­ur Norski hót­el­há­skól­inn slitið tengsl við Emira­tes Aca­demy of Hospitality Mana­gement í Dúbaí, en þangað hef­ur fjöldi starfsnema farið frá Nor­egi á ári hverju. 

Von um að norsku kon­unni verði sleppt

Var nauðgað og fékk lang­an dóm

Emírinn af Dúbaí, Mohammed bin Rashid al-Maktoum, náðaði hina norskuk …
Emír­inn af Dúbaí, Mohammed bin Rashid al-Maktoum, náðaði hina norskuk Marte De­borah Dalelv.
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert