Björk og David Attenborough í samstarf

Björk
Björk

Tónlistakonan Björk og David Attenborough, sem þekktastur er fyrir náttúrulífsþáttagerð, hafa tekið höndum saman til að vinna heimildarþætti um tónlist.

Þættirnir nefnast Attenborough and Björk: The Nature of Music, og munu segja sögu þess hvernig tónlist hefur þróast, tengsl mannsins við tónlist og hvernig tækni gæti breytt því hvernig við nálgumst tónlist í framtíðinni.

Í þáttunum verður einnig skoðað hvernig tónlistin birtist okkur í náttúrunni, svo sem í fuglasöng eða samskiptum hvala sín á milli.

Þættirnir hefja göngu sína á Channel 4 í Bretlandi um helgina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert