Fara ekki fram á dauðarefsingu yfir Snowden

Edward Snowden.
Edward Snowden. HO

Bandaríkjamenn munu ekki fara fram á dauðarefsingu yfir uppljóstrarnum Edward Snowden. Þetta kemur fram í bréfi frá Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sem sent var rússneskum stjórnvöldum í dag.

Í bréfinu, sem stílað er á Alexander Konovalov dómsmálaráðherra Rússlands, segir að jafnvel þó Snowden verði ákærður fyrir alvarleg brot, verði ekki farið fram á dauðarefsingu. Þar segir jafnframt að Snowden verði ekki pyntaður. „Pyntingar eru ólöglegar í Bandaríkjunum,“ segir Holder í bréfinu.

Þá segir einnig að þrátt fyrir fréttaflutning og skilning Snowden á málinu, geti hann enn ferðast, þó með takmörkunum. „Þrátt fyrir ógildinu vegabréfs hans þann 22. júní síðastliðinn, er Snowden enn bandarískur ríkisborgari,“ segir Holden. Hann má því ferðast, en aðeins beina leið til Bandaríkjanna og eru yfirvöld þar í landi reiðubúin að veita honum vegabréf sem heimilar honum þá ferð.

Snowden dvelur enn í Rússlandi eftir að hafa flúið þangað frá Hong Kong í júní. Hann hefur sótt um tímabundið hæli í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert