Sniðganga rússneskt vodka

The Vancouver sun

Nokkrir barir og krár í Vancouver í Kanada hafa nú ákveðið að sniðganga rússneskt vodka. Á næstu dögum munu ferðamenn streyma til borgarinnar vegna hinnar árlegu
gaypride hátíðar og því verður eflaust mikið að gera á skemmti- og veitingastöðum.

Þetta gera eigendur staðanna til að vekja athygli á málefnum samkynhneigðra í Rússlandi en í síðasta mánuði skrifaði forseti landsins, Vladimir Pútín, undir lög sem banna samkynhneigðum pörum frá öðrum löndum að ættleiða rússnesk börn. Gestir gaypride hátíðarinnar munu því ekki eyða peningum sínum í rússneskt vodka.

„Þetta er aðeins lítill dropi í hafið,“ segir Andrex Watling, umsjónarmaður Fountainhead Pub í Vancouver og segist hann hafa fengið gríðarleg og jákvæð viðbrögð við þessari ákvörðun. „En með því að gera þetta, þá vekjum við mikla athygli á þessu málefni.“

Yfirlýstur tilgangur nýju laganna er að verja börn fyrir áróðri fyrir samkynhneigð þar sem slíkt geti haft neikvæð áhrif á þau og hafa margir mótmælt þessu harðlega.

Frétt The Vancouver Sun um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert