Lestarstjóri lestarinnar sem fór út af sporinu á Spáni á miðvikudaginn var leiddur fyrir dómara í dag. Grunur leikur á að lestarstjórinn hafi ekið lestinni tvöfalt hraðar en reglur kveða á um með þeim afleiðingum að 79 eru látnir og margir alvarlega slasaðir.
Hann gæti átt yfir höfði sér kæru fyrir manndráp af gáleysi. Dómarinn mun ákveða hvort hann verði kærður.
Lestarslysið er það banvænasta í sögu Spánar frá árinu 1944.