Úthúðað vegna trúar í viðtali

Skjáskot af Youtube

Reza Asl­an er fræðimaður með doktors­gráðu í trú­ar­bragðafræði frá há­skól­an­um í Kali­forn­íu. Á dög­un­um skrifaði hann bók­ina Zealot: Líf Jesú frá Nasa­ret.

Í kjöl­far út­gáfu bók­ar­inn­ar var hann feng­inn í viðtal í netþætti frétta­stöðvar­inn­ar Fox News, Spi­rited Deba­te. Umræður þátt­ar­ins reynd­ust að litlu leyti snú­ast um efni bók­ar­inn­ar, held­ur sner­ist viðtalið upp í sí­end­ur­tekn­ar spurn­ing­ar og gagn­rýni á að Asl­an, sem er múslimi, skuli hafa skrifað bók um kristna trú. Spyr­ill­inn kallaði hann meðal ann­ars hlut­dræg­an og sakaði hann um áróður.

Net­verj­um þykir Asl­an hafa sýnt mikla þol­in­mæði þar sem hann margít­rekaði að bók­in væri alls ekki hugsuð sem áróðurs­tæki múslima held­ur sem fræðileg út­tekt doktors í trú­ar­bragðafræði á lífi Jesú frá Nasa­ret.

„Ég tel það ósann­gjarnt að draga þá álykt­un út frá trú minni að bók mín hafi ein­hvern dul­inn til­gang. Það er eins og að segja að krist­inn fræðimaður geti vegna trú­ar sinn­ar alls ekki skrifað bók um Múhammeð spá­mann,“ sagði Asl­an.

Viðtalið má sjá hér að neðan:

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert