Maður sem var bjargað úr bílskúr er látinn

Mennirnir voru allir heimilislausir
Mennirnir voru allir heimilislausir Reuters

Einn þeirra manna sem bjargað var þann 19. júlí síðastliðinn úr heimagerðum fangaklefa í bílskúr í Houston í Texas er nú látinn.

Maðurinn hét William Merle Greenawalt og var 79 ára gamall. Hann var alvarlega vannærður þegar hann fannst í bílskúrnum ásamt fjórum öðrum en mönnunum hafði meðal annars verið meinaður aðgangur að salerni. 

Lögreglan segir mennina hafa verið lokkaða í bílskúrinn með loforðum um áfengi og sígarettur en þess í stað verið teknir til fanga og neyddir til þess að afhenda mánaðarlegar örorkubætur sínar.

Einn mannanna segist hafa verið þarna í um tíu ár en lögregla hefur þó ekki staðfest það og segir rannsókn málsins ekki lokið. Ekki er vitað hversu lengi hinir þrír voru fastir þar inni.

Dánarorsök Greenwalt hefur ekki verið staðfest. Tveir þeirra hafa þegar verið útskrifaðir af sjúkrahúsinu en sá fjórði þurfti ekki á læknisaðstoð að halda.

Maðurinn sem hélt þeim föngnum, Walter Renard Jones, hefur verið ákærður fyrir illa meðferð á öldruðum. Lögreglan segir ekki vera búið að ákveða hvort hann verði einnig ákærður fyrir morð í ljósi andláts Greenwalts.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka