Um 2.500 samkynhneigðir gyðingar fóru í gleðigöngu í Jerúsalem í Ísrael í dag og kröfðust mannréttinda. Þetta er 12. árið í röð sem samkynhneigðir efna til göngu í Jerúsalem.
Göngumenn gengu framhjá þinghúsinu í Jerúsalem. Um 150 bókstarfstrúaðir gyðingar fylgdust með göngunni, en þeir eru ekki tilbúnir til að viðurkenna samkynhneigða sem jafningja. Meginþema göngunnar í ár var aukið umburðarlyndi.