Snowden þakklátur Rússum

Kona skoðar mynd á tölvuskjá sem hefur verið birt af …
Kona skoðar mynd á tölvuskjá sem hefur verið birt af vegabréfi Edwards Snowden. AFP

Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden hefur þakkað rússneskum stjórnvöldum sem veittu honum tímabundið hæli í landinu. Það gerði Snowden kleift að yfirgefa flugvellinn þar sem hann hefur dvalið frá því í júní.

Snowden segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér að Bandaríkjastjórn beri enga virðingu fyrir alþjóðalögum. Bandarísk stjórnvöld vilja hafa hendur í hári Snowdens, en þau saka hann um að hafa lekið upplýsingum um rafrænt eftirlit bandarískra yfirvalda.

Stjórnvöld í Washington segja að ákvörðun Rússa hafi valdið þeim gríðarlegum vonbrigðum.

Jay Carney, talsmaður Hvíta hússins, segir að bandarísk stjórnvöld íhugi nú hvort þau eigi að aflýsa fundi sem Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, átti að eiga með Vladimír Pútín Rússlandsforseta í september.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert