Segja upp njósnasamningi við Bandaríkin

Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands.
Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands. GEORGES GOBET

Þýskaland hefur sagt upp njósnasamningi við Breta og Bandaríkjamenn í kjölfar þess að upplýst var um að bandaríska leyniþjónustan hafi njósnað um bæði Þjóðverja og aðrar Evrópuþjóðir um árabil.

Upplýsingar um njósnir leyniþjónustu Bandaríkjanna í Þýskalandi komu frá uppljóstraranum Edward Snowden. Málið hefur valdið uppnámi í stjórnmálum í Þýskalandi, en þingkosningar fara þar fram í næsta mánuði.

Njósnasamningurinn sem stjórnvöld í Þýskalandi hafa sagt upp á rætur að rekja til áranna 1968-1969. Uppsögn hans hefur fyrst og fremst táknræna merkingu. Heimildarmaður Associated Press segir að í reynd hafi þessi ákvörðun engin áhrif á samstarf Þýskalands og Bandaríkjanna í njósnamálum.

Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í yfirlýsingu í dag að uppsögn samningsins, sem hafi verið til umræðu í nokkrar vikur, væri nauðsynleg og viðeigandi aðgerð vegna umræðna í Þýskalandi um vernd persónuupplýsinga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert