Tengist flótta fanga í Pakistan

Talibanar náðu að frelsa 252 fanga úr fangelsi í Pakistan …
Talibanar náðu að frelsa 252 fanga úr fangelsi í Pakistan í lok síðasta mánaðar. STRINGER

Sú viðvör­un til banda­rískra borg­ara sem ut­an­rík­is­ráðuneyti Banda­ríkj­anna sendi frá sér í gær teng­ist því að fjöldi al Qa­eda-liða hafa sloppið úr fang­els­um síðustu daga. Þetta full­yrðir Sky-frétta­stof­an.

In­terpol sendi í dag út til­kynn­ingu til aðild­ar­ríkja sinna um að aðstoða við leit af föng­um sem hafa sloppið úr fang­els­um í Írak, Pak­ist­an og Líb­íu á síðustu dög­um og vik­um.

Í viðvör­un ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins seg­ir að auk­in hætta sé á að liðsmenn al-Qa­eda geri hryðju­verka­árás sem bein­ist m.a. að banda­rík­um borg­ur­um. Hætt­an sé mest í Mið-Aust­ur­lönd­um, N-Afr­íku og á Ar­ab­íu­skaga. Hætt­an á árás sé viðfar­andi út ág­úst­mánuð. Ráðuneytið biður banda­ríska rík­is­borg­ara á þess­um svæðum að sýna aðgát.

Búið er að taka ákvörðun um að loka tíma­bundið 21 sendi­ráði Banda­ríkj­anna á þess­um svæðum. Frakk­ar, Bret­ar og Þjóðverj­ar hafa líka lokað nokkr­um sendi­ráðum í Ar­aba-lönd­um.

Víga­menn úr hópi talib­ana náðu að frelsa 252 fanga í árás sem þeir gerðu á fang­elsi í norðvest­ur­hluta Pak­ist­ans í lok júlí. Hundruð talib­ana og annarra skæru­liða voru í fang­els­inu. Skynews seg­ir að frels­un fang­anna teng­ist viðvör­un­inni sem send var út í gær.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert