Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, segir að eina leiðin til að leysa neyðarástandið sem ríkir í landinu sé með því að stöðva hryðjuverkahópa, sem hann kallar uppreisnarmenn sem hafa háð baráttu við stjórnarherinn.
Hann segir að það verði ekki samið við hryðjuverkahópa um lausn deilunnar. Eina leiðin til að stöðva þá sé með því að berja á þeim með „járnhnefa“.
Þetta kom fram í sjónvarpsávarpi sem sýrlenska ríkissjónvarpi sýndi í dag.
Assad segir að Þjóðarbandalaginu, sem er helsti flokkur stjónarandstæðinga, hafa mistekist ætlunarverk sitt. Bandalaginu sé ekki treystandi og að það geti ekki stuðlað að friði í landinu.