Rifu rangt hús

Þessi sjón blasti við fjölskyldunni þegar hún kom heim úr …
Þessi sjón blasti við fjölskyldunni þegar hún kom heim úr helgarfríi.

David Underwood, sem býr í bænum Fort Worth í Texas í Bandaríkjunum, brá heldur betur í brún þegar hann kom heim um miðjan júlí að lokinni helgarferð. Þegar hann ók upp að innkeyrslunni sá hann að húsið  var horfið!

Underwood ætlaði ekki að trúa eigin augum. Þegar hann fór að kanna málið kom í ljós að bæjaryfirvöld höfðu ráðið verktakafyrirtæki til að rífa gamalt hús við götuna. Fyrirtækinu var eitthvað mislagðar hendur því það reif rangt hús. Húsið, sem var í eigu fjölskyldu hans, er því horfið en gamla mannlausa húsið stóð enn óhaggað.

Allar persónulegar eigur fjölskyldunnar voru horfnar, þar á meðal nokkrir antik-munir. Underwood, tók þó mistökunum stóiskri ró. Bæjaryfirvöld þurfa að greiða bætur vegna mistakanna.

Frétt FoxNews um málið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert