Stal vegi í Rússlandi

Sky News

Fertugur rússneskur maður á yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsisdóm eftir að hafa tekið í sundur veg og keyrt með brotin í burtu. Maðurinn stal 82 brotum af járnbentri steinsteypu sem mynduðu áður veg frá þorpinu Parcheg í Rússlandi til Vychegda árinnar.

Talið er að maðurinn hafi notað öfluga vinnuvél til að brjóta upp veginn og hlóð hann vegabrotunum því næst á þrjá vörubíla. Stykkin úr veginum eru að sögn rússneska innanríkisráðuneytisins eru um 700 þúsund króna virði. Maðurinn er sagður hafa játað sök í málinu.

Sky-fréttastofan greinir frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert