Stærsta skip Japana í tugi ára

Stærsta herskip Japana síðan í seinni heimstyrjöldinni var kynnt þar í landi í dag. Skipið er 820 feta langt og 19.500 tonn og getur það flutt 14 þyrlur í einu að sögn BBC. Skipið er flokkað sem tundurspillir en að sögn japanska varnarmálaráðuneytisins verður skipið ekki notað til að flytja flugvélar og heldur ekki vera notað til að sjósetja orustuflugvélar.

„Tundurspillirinn verður notaður til að bregðast við óvissuástandi á ákveðnum svæðum nærri Japan,“ segir í fjölmiðlum þar í landi.

Skipið kostaði rúmlega 1,2 milljarð bandaríkjadollara.

Frétt BBC um málið.

Stærsta herskip japana síðan í fyrri heimstyrjöld.
Stærsta herskip japana síðan í fyrri heimstyrjöld. CNN
CNN
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert