Tvær konur sem tilheyra femínistahópnum Femen hafa verið ákærðar í Svíþjóð fyrir ósiðlegt athæfi en þær mótmæltu berbrjósta við mosku í Södermalm. Samkvæmt frétt Dagens Næringsliv mótmæltu konurnar ásamt þeirri þriðju saríalögum og kröfuðst kvenfrelsis í júní sl.
Fjölmennt lið lögreglu kom á staðinn og handtók konurnar þrjár en nú hafa tvær þeirra verið ákærðar fyrir ósiðsamlegt athæfi.
Nú í ágúst voru tvær liðskonur Femen handteknar í Stokkhólmi þegar Gay Pride gangan fór þar fram. Fóru konurnar inn á athafnasvæði rússneska sendiráðsins.