Flóðbylgjuskip rifið í brotajárn

Kyotoku Maru nr. 18 sést hér á þessari mynd sem …
Kyotoku Maru nr. 18 sést hér á þessari mynd sem var tekin í mars sl. Skipið vegur um 330 tonn. AFP

Bæjaryfirvöld í Kesennuma í Japan hafa ákveðið að taka í sundur stórt fiskiskip sem hefur orðið að tákni náttúruhamfaranna sem gengu yfir landið árið 2011. Gríðarlega öflug flóðbylgja skolaði skipinu á land þar sem það hefur verið síðan.

Bæjarbúar greiddu atkvæði um örlög skipsins og niðurstaðan var að rífa Kyotoku Maru nr. 18 í brotajárn. 

Hugmyndir voru hins vegar uppi um að varðveita skipið og láta það standa sem minnisvarða um hamfarirnar miklu, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins.

Hinn 11. mars árið 2011 reið gríðarlega öflugur jarðskjálfti yfir landið og kraftmikil flóðbylgja fygldi í kjölfar. Yfir 18.000 létust í hamförunum eða er saknað. 

Skjálftinn mældist 9 stig og er sá öflugasti sem hefur mælst í landinu frá því mælingar hófust. Í Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu varð svo kjarnorkuslys sem afleiðing af hamförunum miklu. 

Skjálftinn varð um 400 km norðaustur af höfuðborginni Tókýó. Flóðbylgjan skall svo á norðausturströnd eyjunnar Honshu með þeim afleiðingum að bifreiðar, skip og byggingar sópuðust í burtu.

Strandhéruð urðu mjög illa úti, m.a. Kesennuma en þar búa um það bil 70.000 manns.

Eftir náttúrhamfarirnar fór fólk að heimsækja skipið, sem er 60 metra hátt. Margir tóku myndir af því, aðrir báðust fyrir eða skildu eftir blóm. 

Óhætt er að segja að skipið hafi verið eins og …
Óhætt er að segja að skipið hafi verið eins og fiskur á þurru landi í kjölfar hamfaranna. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert