„Í okkar landi búa karlar með konum“

Yelena Isinbayeva.
Yelena Isinbayeva. AFP

„Við óttumst um framtíð þjóðar okkar vegna þess að við lítum á okkur sem venjulegt fólk,“ segir Yelena Isinbayeva, heimsmeistari í stangastökki sem lagði stöngina á hilluna fyrr í vikunni. „Í okkar landi búa karlar með konum og konur með körlum.“

Íþróttakonan segist styðja umdeildar aðgerðir rússneskra stjórnvalda í málefnum samkynhneigðra og hefur hún meðal annars gagnrýnt íþróttafólk sem lakkað hefur neglur sínar til stuðnings samkynhneigðum.

Í Rússlandi er nú óheimilt samkvæmt lögum að gefa fólki 18 ára og yngra upplýsingar um samkynhneigð. Raddir þeirra sem vilja sniðganga vetrarólympíuleikanna í Rússlandi árið 2014 verða sífellt háværari.

„Samkynhneigð hefur aldrei verið vandamál í Rússlandi  og við viljum ekki þurfa að kljást við slík vanda mál í framtíðinni,“ sagði Isinbayeva eftir að hún landaði þriðja heimsmeistaratitli sínum á þriðjudag.

Frétt BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka