„Í okkar landi búa karlar með konum“

Yelena Isinbayeva.
Yelena Isinbayeva. AFP

„Við ótt­umst um framtíð þjóðar okk­ar vegna þess að við lít­um á okk­ur sem venju­legt fólk,“ seg­ir Yelena Is­in­bayeva, heims­meist­ari í stanga­stökki sem lagði stöng­ina á hill­una fyrr í vik­unni. „Í okk­ar landi búa karl­ar með kon­um og kon­ur með körl­um.“

Íþrótta­kon­an seg­ist styðja um­deild­ar aðgerðir rúss­neskra stjórn­valda í mál­efn­um sam­kyn­hneigðra og hef­ur hún meðal ann­ars gagn­rýnt íþrótta­fólk sem lakkað hef­ur negl­ur sín­ar til stuðnings sam­kyn­hneigðum.

Í Rússlandi er nú óheim­ilt sam­kvæmt lög­um að gefa fólki 18 ára og yngra upp­lýs­ing­ar um sam­kyn­hneigð. Radd­ir þeirra sem vilja sniðganga vetr­arólymp­íu­leik­anna í Rússlandi árið 2014 verða sí­fellt há­vær­ari.

„Sam­kyn­hneigð hef­ur aldrei verið vanda­mál í Rússlandi  og við vilj­um ekki þurfa að kljást við slík vanda mál í framtíðinni,“ sagði Is­in­bayeva eft­ir að hún landaði þriðja heims­meist­ara­titli sín­um á þriðju­dag.

Frétt BBC.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert