Ofbeldisverkin fordæmd

AFP

Alþjóðasam­fé­lagið hef­ur for­dæmt harðlega þær aðgerðir sem egypsk stjórn­völd réðust í gegn mót­mæl­end­um í Kaíró, höfuðborg Egypta­lands, í gær. Að minnsta kosti 278 eru sagðir hafa lát­ist í átök­un­um sem brut­ust út í kjöl­far áhlaups ör­ygg­is­sveita.

Þeir réðust á tvær mót­mæla­búðir í borg­inni þar sem stuðnings­menn Mohammeds Mors­is söfnuðust sam­an í síðasta mánuði, eða skömmu eft­ir að her­inn steypti hon­um af stóli for­seta.

Búið er að lýsa yfir neyðarástandi og víða í egypsk­um borg­um er nú í gildi út­göngu­bann. 

John Kerry, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, seg­ir at­b­urðina hörmu­lega sem hafi sett sátt­ar­ferlið í upp­nám. 

Cat­her­ine Asht­on,  yf­ir­maður ut­an­rík­is­mála hjá Evr­ópu­sam­band­inu, og Ban Ki-moon, fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, hafa einnig for­dæmt þá hörku sem mót­mæl­end­urn­ir voru beitt­ir. 

Frétta­skýr­andi breska rík­is­út­varps­ins í Kaíró seg­ir að framtíð Egypt­lands sé nú í mik­illi óvissu og marg­ir séu ótta­slegn­ir. 

Hún seg­ir að þrátt fyr­ir að út­göngu­bann­inu í borg­inni hafi verið aflétt snemma í morg­un þá séu fáir á ferð. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert