Færeyingar í hart gegn ESB

Frá Færeyjum.
Frá Færeyjum. mbl.is/Sigurður Bogi

Fær­eysk stjórn­völd ætla að láta hart mæta hörðu í deilu sinni við Evr­ópu­sam­bandið um síld­arkvóta. Þau hafa ákveðið að kæra viðskiptaþving­an­ir ESB gagn­vart út­flutn­ingi Fær­ey­inga á sjáv­ar­af­urðum til gerðardóms á grund­velli Alþjóðahaf­rétt­ar­sátt­mál­ans.

Með þessu get­ur ESB ekki gripið til refsiaðgerða, sem sjáv­ar­út­vegs­nefnd sam­bands­ins samþykkti 31. júlí sl, á meðan málið er til af­greiðslu hjá dóm­stóln­um.  Þetta kem­ur fram á vef fær­eyska rík­is­út­varps­ins. 

Þar seg­ir að stjórn­völd hafi ráðið lög­mann til að fara með málið fyr­ir hönd Fær­eyja og er und­ir­bún­ings­vinn­an nú á loka­stigi. 

ESB samþykkti að beita Fær­ey­inga viðskiptaþving­un­um vegna ein­hliða kvóta­út­hlut­un­ar þeirra í norsk-ís­lensk síld­ar­stofn­in­um. 

    

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert