Kveðst vera elsti maður heims

00:00
00:00

Bóliv­íski hirðir­inn Car­melo Flor­es Laura kveðst vera elsti maður sem geng­ur á meðal oss á þess­ari jörðu. Laura býr í af­skekktu þorpi, Frasquicia, og held­ur því staðfast fram að hann sé 123 ára gam­all. Bæj­ar­yf­ir­völd eru til­bú­in að staðfesta þessa staðhæf­ingu Laura.

Laura seg­ist fædd­ur árið 1890 og þrátt fyr­ir háan ald­ur sé hann nokkuð vel til heilsu. Hann seg­ist hafa orðið 123 ára í síðasta mánuði.

Þrátt fyr­ir að vera 123 ára gam­all geng­ur Laura ekki við staf né not­ar hann gler­augu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert