Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum ætlar að sniðganga allar forsetaframboðskappræður á NBC og CNN vegna forsetakosninganna árið 2016. Ástæðan er sú að stöðvarnar hyggjast sýna heimildarþáttaraðir um Hillary Clinton, en repúblikanar vilja meina að þættirnir séu ekkert annað en pólitísk auglýsing fyrir fyrrverandi utanríkisráðherrann sem líklegt er að verði frambjóðandi demókrata í kosningunum árið 2016.
CNN ætlar á næsta ári að hefja sýningar á heimildarmynd um Clinton og NBC er með í framleiðslu þáttaröð um hana þar sem leikkonan Diane Lane verður í aðalhlutverki sem fyrrum forsetafrúin.
Flokksstjórn repúblikanaflokksins samþykkti ákvörðunina um sniðgönguna einróma á flokksstjórnarfundi í gær.
Sjá einnig: Hillary Clinton fær sjónvarpsþátt