Telur Grikki þurfa frekari aðstoð

Á fána gríska mótmælandans stendur: Herra Schaeuble skilaðu okkur stolnu …
Á fána gríska mótmælandans stendur: Herra Schaeuble skilaðu okkur stolnu mununum. AFP

Fjármálaráðherra Þýskalands, Wolfgang Schaeuble, telur að Grikkir þurfi á frekari aðstoð að halda þegar núverandi björgunaraðgerðum lýkur á næsta ári.

Í viðtali við Frankfurter Allgemeine Zeitung og fleiri fjölmiðla sagði Schaeuble að nauðsynlegt sé að veita Grikkjum frekari aðstoð en þegar hafa tveir björgunarpakkar verið samþykktir fyrir Grikki. Hann hefur hingað til ýjað að því að Grikkir þyrftu jafnvel á þriðja pakkanum að halda en aldrei áður sagt það jafn skýrt og  nú að nauðsyn sé að grípa til aðgerða í þriðja sinn. 

Sex ár eru síðan niðursveiflan hófst í Grikklandi, þar hefur þurft að leggja niður fjölda starfa, lækka laun og lífeyrisgreiðslur o.fl. til að tryggja þá 240 milljarða evra sem Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur lánað gríska ríkinu.

Ný endurskoðun mun fara fram í september en auk ESB og AGS kemur Seðlabanki Evrópu að endurskoðuninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert