Hryllingur blasir við í Damaskus

Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Sýrlandi hefur farið fram á að haldinn verði neyðarfundur í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kjölfar fregna um að 650 manns hafi látist í efnavopnaárás í úthverfi Damaskus í morgun. Skelfilegar myndir hafa verið birtar og myndskeið af fórnarlömbum árásarinnar.

Stjórnarandstaðan sakar herinn um efnavopnaárásina og segir hana ekkert annað en fjöldamorð.

Stjórn Sýrlands segir ekkert hæft í frásögnum af efnavopnaárás en stjórnarandstaðan segir mannfallið gríðarlegt. Að minnsta kosti 650 séu látnir, fjölmörg börn og konur.

Við vörum við myndunum sem fylgja fréttinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert