Bradley Manning, sem ákærður var fyrir að hafa lekið 700 þúsund leynilegum skjölum til WikiLeaks var rétt í þessu dæmdur í 35 ára fangelsi. Dómurinn var kveðinn upp af dómaranum Denise Lind í herstöðinni Fort Meade í Maryland í Bandaríkjunum.
3. júlí síðastliðinn var hann dæmdur sekur í 20 ákæruliðum en lengd dómsins var ákveðin í dag. Ákæruvaldið gerði kröfu um 60 ára fangelsi en niðurstaða dómarans var 35 ár. Dómur hans var styttur um þrjú ár, úr 38 árum í 35, vegna þess að hann hefur setið í varðhaldi í þrjú ár, auk þess sem dómurinn var styttur um 112 daga vegna þess að hann aðstæðurnar í varðhaldinu voru óviðunandi að mati dómara.