Manning dæmdur í 35 ára fangelsi

00:00
00:00

Bra­dley Mann­ing, sem ákærður var fyr­ir að hafa lekið 700 þúsund leyni­leg­um skjöl­um til Wiki­Leaks var rétt í þessu dæmd­ur í 35 ára fang­elsi. Dóm­ur­inn var kveðinn upp af dóm­ar­an­um Denise Lind í her­stöðinni Fort Mea­de í Mary­land í Banda­ríkj­un­um. 

3. júlí síðastliðinn var hann dæmd­ur sek­ur í 20 ákæru­liðum en lengd dóms­ins var ákveðin í dag. Ákæru­valdið gerði kröfu um 60 ára fang­elsi en niðurstaða dóm­ar­ans var 35 ár. Dóm­ur hans var stytt­ur um þrjú ár, úr 38 árum í 35, vegna þess að hann hef­ur setið í varðhaldi í þrjú ár, auk þess sem dóm­ur­inn var stytt­ur um 112 daga vegna þess að hann aðstæðurn­ar í varðhald­inu voru óviðun­andi að mati dóm­ara. 

Bradley Manning
Bra­dley Mann­ing Mynd/​AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert