Uppljóstrarinn Bradley Manning hélt ró sinni við réttarhöldin í dag þar sem hann var dæmdur til 35 ára fangelsisvistar og huggaði hann verjendur sína þegar þeir brotnuðu niður og fóru að gráta samkvæmt lögmanni hans.
David Coombs, sem leiddi verjendur Manning sagði umbjóðanda sinn hafa verið stóískan en að hann og hinir lögmennirnir hefðu farið að gráta þegar þeir komu saman eftir að kveðið var á um refsingu.
„Ég og hinir vorum með tárin í augunum því þetta skipti okkur miklu máli,“ sagði Coombs. Hann kvað Manning hafa litið á hann og sagt; „Þetta er allt í lagi, hafðu ekki áhyggjur. Ég veit að þú gerðir þitt besta. Þetta er í lagi. Ég spjara mig. Ég mun komast í gegnum þetta.“
Coombs bætti við: „Ég er í aðstöðu þar sem umbjóðandi minn er að hressa mig við. Það ætti ekki að gerast, en hann er óbugandi ungur maður. Það verður ekki af honum tekið, hann er óbugandi.“
Lögmaðurinn staðfesti að í næstu viku myndi hann hefja að sækja um náðun forsetans fyrir hönd Manning. Hann kvað Barack Obama Bandaríkjaforseta að minnsta kosti ættu að milda dóminn.
„Þessum slag er ekki lokið. Vonandi mun forsetinn breyta rétt,“ sagði Coombs og benti á að vegna þess að dómurinn sé þyngri en 30 ára fangelsisdómur eigi Manning möguleika á reynslulausn eftir 10 ára varðhald.
Hann las því næst upp yfirlýsingu Manning þar sem uppljóstrarinn ítrekaði að hann teldi sig hafa breytt rétt með því að leka gögnunum til WikiLeaks. „Ég ætlaði aldrei að særa neinn,“ sagði hann. „Ég vildi bara hjálpa fólki. Þegar ég ákvað að leka leynilegum gögnum gerði ég það af ást til Bandaríkjanna og skyldu gagnvart öðru fólki.“
Aðspurður um nánustu framtíð sína sagði Manning: „Ef bón minni um náðun verður neitað mun ég afplána refsinguna, vitandi hversu þungbært það getur verið að lifa í frjálsu samfélagi.“
Manning hefur þegar eytt rúmlega þremur árum í varðhaldi og getur hann því hafið að sækja um reynslulausn innan sjö ára.
Coombs benti enn fremur á að niðurstaðan væri aðvörun til allra fjölmiðlamanna um hvernig valdamenn gætu elt uppi fjölmiðlamenn og uppljóstrara.
Aðspurður um mál Edwards Snowden sagði Coombs: „Ef hann væri umbjóðandi minn á þessum tímapunkti myndi ég segja honum að núverandi umhverfi væri ekki vinveitt uppljóstrurum.