Það að nota efnavopn gegn uppreisnarmönnum væri ekkert annað en pólitískt sjálfsmorð segir herforingi í her Sýrlands. Uppreisnarmenn segja að um 1.300 hafi látist í efnavopnaárás hersins í gær.
Herforinginn, sem ekki vildi koma fram undir nafni, segir í samtali við AFP fréttastofuna að í gær hafi verið fyrsti starfsdagur eftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi þar sem rannsaka hvort eitthvað sé hæft í fyrri ásökunum um notkun efnavopna í borgarastríðinu sem hefur staðið yfir í 29 mánuði.
Hann segir að enginn innan hersins kannist við notkun efnavopna í árásum.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hittist á neyðarfundi í gærkvöldi og er það niðurstaða þess fundar að nauðsynlegt sé að fá frekari sannanir fyrir notkun efnavopna áður en gripið verður til aðgerða.