Bandaríkin stefna Texas

Rick Perry, ríkisstjóri í Texas
Rick Perry, ríkisstjóri í Texas Reuters

Alríkisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa stefnt Texas-ríki vegna kosningalaga sem ríkið setti árið 2011. Lögin segja að kjósendur verða að geta sýnt skilríki við afhendingu kjörgagna. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna vill meina að lögin leiði til þess að fátækir einstaklingar fái ekki að kjósa, enda persónuskilríki ekki jafnútbreidd og hér á landi. 

Í fyrra komst alríkisdómstóll í Washington að þeirri niðurstöðu að lögin væru andstæð stjórnarskránni þar sem Texas-ríki hafi ekki fundið leið til þess að útbúa persónuskilríki án endurgjalds. Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri þeirri niðurstöðu við. Dómsmálaráðuneytið neitar að gefast upp og hefur nú höfðað nýtt mál. Talsmaður Barrack Obama, Bandaríkjaforseta, segir að ríkisstjórnin muni gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að berjast gegn lögunum. „Þetta snýst um réttindi borgaranna,“ segir talsmaðurinn. 

Lögin þykja afar umdeild í Bandaríkjunum. Fylgismenn laganna vilja meina að lögin séu mikilvæg til þess að koma í veg fyrir að kosið sé ólöglega á meðan andstæðingar laganna telja fjölda ólöglegra kjósenda stórlega ýktan, og að tilgangur laganna sé í raun og veru að koma í veg fyrir að ákveðin þjóðfélagshópur fái að kjósa. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert