Kjarreldar ógna vatnsbóli San Francisco-borgar

Miklir kjarr- og skógareldar loga í nágrenni Yosemite-þjóðgarðsins í Bandaríkjunum. Eldarnir ógna bæði garðinum og einu aðalvatnsbóli San Francisco-borgar í Kaliforníu.

Eldarnir kviknuðu fyrir níu dögum. Að sögn yfirvalda í Kaliforníu er þetta 13. mesti eldsvoði í ríkinu, eða frá því skráningar hófust. 

Eldarnir nálgast nú Hetch Hetchy vatnsbólsins, sem er helsta uppspretta drykkjarvatns fyrir íbúa við San Francisco-flóa, sem er um 320 km til vesturs. Þar búa um 2,6 milljónir manna.

Stórt landsvæði, um það bil 60.000 hektarar, er nú sviðin jörð. Slökkviliðsmenn hafa nú náð tökum á um það bil 15% svæðisins. 

Margir íbúar hafa orðið að yfirgefa heimili sín en eldarnir ógna nú um 4.500 húsum. Menn óttast að hvassviðri muni torvelda mjög slökkvistarfið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert