Skotið á eftirlitsmenn SÞ í Sýrlandi

Skotið var á eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi af leyniskyttum nú fyrir skömmu en eftirlitssveitin er þar til að rannsaka beitingu efnavopna í úthverfi Damaskus á miðvikudag.

Ekki hafa verið borin kennsl á skytturnar og er óvíst hvaða hópi þær tilheyra. Eftirlitsmenn hafa af þessum orsökum neyðst til að fresta rannsókn á meintri efnavopnaárás.

„Skotið var ítrekað og markvisst á fremsta bíl efnavopnarannsóknarteymisins af óþekktum leyniskyttum,“ sagði Martin Nesirky, talsmaður Sameinuðu þjóðanna. Ekki er vitað til þess að neinn hafi særst í árásinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert