Bandaríkjamenn fresta fundi með Rússum

Stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í morgun að þau hefðu ákveðið að fresta fundi með Rússum um ástandið í Sýrlandi. Rússar segjast harma þessa ákvörðun. Rússar eru algerlega andvígir hernaðarlegum afskiptum Vesturlanda af stríðinu í Sýrlandi.

Wendy Sherman, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna og Robert Ford sendiherra áttu að hitta sendinefnd frá Rússlandi í Haag í Hollandi í vikunni til að ræða viðbrögð við efnavopnaárásum í Sýrlandi. Ekkert verður hins vegar af fundinum.

Rússar hafa gagnrýnt hugmyndir um að Vesturlönd blönduðu sér inn í stríðið í Sýrlandi án aðkomu Sameinuðu þjóðanna. Ástæða þess að stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og fleiri löndum ræða um hernaðarafskipti án þess að leita eftir samþykki SÞ er sú að vitað er að bæði Rússar og Kínverjar munu beita neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að SÞ heimili árásir á Sýrland.

Wendy Sherman, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna ætlar ekki að mæta til fundar …
Wendy Sherman, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna ætlar ekki að mæta til fundar með Rússum. FABRICE COFFRINI
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert