Alþjóðasamfélagið ber ábyrgð

Bresk stjórnvöld hafa lagt ályktun fyrir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þar sem lagt er til að heimild verði veitt til að „grípa til allra nauðsynlegra aðgerða til að vernda líf óbreyttra borgara,“ í Sýrlandi.

Þar er kveðið á um hernaðaríhlutun gegn því sem Bretar segja að sé óviðunandi beiting efnavopna.

Rússar hafa sagt að SÞ verði fyrst að ljúka rannsókn sinni á fullyrðingum þess efnis áður en hægt verði að ræða um einhverskonar ályktun. 

Sýrlensk stjórnvöld hafa sakað Vesturveldin um að búa til afsökun svo þau geti ráðist á landið.

„Vestræn ríki, Bandaríkin til að byrja með, eru að búa til falskar sviðsmyndir og ímyndaðar sannanir svo hefja megi hernaðaríhlutn í Sýrlandi,“ sagði Wael al-Halgqi, forsætisráðherra Sýrlands, í ávarpi í sýrlenska ríkissjónvarpinu. 

William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, segir að alþjóðasamfélagið beri mikla ábyrgð og að það verði að grípa til aðgerða gegn ríkisstjórn Sýrllands; jafnvel þótt að samkomulag náist ekki innan veggja SÞ. 

Ríkisstjórn Sýrlands neitar því alfarið að hún hafi heimilað beitingu efnavopna. Hún sakar liðsmenn stjórnarandstæðinga um að bera á byrgð á árás sem var framin 21. ágúst sl., en þá létust mörg hundruð manns skammt frá Damskus í efnavopnaárás.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert