Hvetja Rússa og Kínverja til að styðja tillöguna

Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands.
Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands. AFP

Þýsk stjórnvöld hafa hvatt Kínverja og Rússa til þess að beita ekki neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn tillögu Breta um að heimild verði veitt til þess „að „grípa til allra nauðsynlegra aðgerða til að vernda líf óbreyttra borgara,“ í Sýrlandi.

„Við hvetjum alla meðlimi öryggisráðsins, einkum Rússa, að grípa þetta tækifæri,“ er haft eftir Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands, á fréttavefnum Euobserver.com. Bretar, Frakkar og Bandaríkjamenn hafa áður sagt að til greina komi að ráðast gegn stjórnvöldum í Sýrlandi án heimildar frá SÞ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert