Deilur Bretlands og Spánar um það hver eigi að fara með yfirráð Gíbraltar minnkuðu ekki í vikunni þegar spænskur borgarstjóri birti samsetta mynd á Facebook-síðu sína þar sem sýnt var ímyndað hernám Spánverja á landssvæðinu.
Myndin sem Francisco Javier Perez Trigueros, borgarstjóri Callosa de Segura á austurströnd Spánar, setti á netið sýnir spænska fánann uppi á klettinum á Gíbraltar, spænskar orrustuþotur á himninum og spænska hermenn þramma um svæðið.
Myndbirtingin hefur valdið talsverður styr sem aftur þykir sýna hversu viðkvæm deilan er.