Obama: Engar efasemdir lengur

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkjastjórn hafi komist að þeirri niðurstöðu að sýrlensk stjórnvöld beri ábyrgð á efnavopnaárás sem átti sér stað skammt frá höfuðborginni Damaskus 21. ágúst sl.

Obama segir að beiting efnavopna varði þjóðarhagsmuni Bandaríkjanna. Það að senda viðvörun um að mögulega verði gripið til hernaðaraðgerða geti mögulega haft jákvæð áhrif á þróunina í Sýrlandi.

Þetta segir Obama í samtali við PBS-stöðina í Bandaríkjunum. Hann tekur hins vegar fram að hann sé ekki enn búinn að ákveða sig hvort hann eigi að senda hersveitir til landsins. 

Nú bíða menn eftir því hvað Obama muni gera.
Nú bíða menn eftir því hvað Obama muni gera. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert