Stærsta dópverksmiðjan sem fundist hefur í Evrópu

Frá dópverksmiðjunni í Belgíu
Frá dópverksmiðjunni í Belgíu Af vef Europol

Lög­regla í Belg­íu auk Europol hafa stöðvað starf­semi verk­smiðju sem fram­leiddi al­sælu á bónda­bæ skammt frá Chimay í Belg­íu. Um er að ræða stærstu verk­smiðju af þessu tagi sem lög­regla hef­ur kom­ist á snoðir um í Evr­ópu. Alls hafa 14 verið hand­tekn­ir í tengsl­um við rann­sókn­ina.

Alls tóku þrjá­tíu lög­regluþjón­ar þátt í hús­leit­um í Belg­íu, Hollandi og Póllandi og hafa 11 verið ákærðir í tengsl­um við málið, níu karl­ar og tvær kon­ur. Fólkið er ákært fyr­ir vörslu fíkni­efna, fram­leiðslu og dreif­ingu. Lög­regl­an lagði hald á mikið magn af eit­ur­lyfj­um og efn­um til dóp­fram­leiðslu við hús­leit­irn­ar. Hinir ákærðu eru frá Belg­íu, Búlgaríu og Póllandi en sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Europol var glæpa­hóp­ur­inn vel skipu­lagður.

Efn­in sem voru tek­in í aðgerðinni voru í tonna­tali í vöru­hús­um og verk­smiðjunni. Má þar nefna eitt tonn af kristal MDMA, sem er ein hrein­asta út­gáf­an af E-i (estacy). Eins fund­ust nokk­ur tonn af grunni e-taflna. Talið er að virði efn­anna sem fund­ust séu nokk­ur hundruð millj­ón­ir evra og að þegar hafi verið búið að fram­leiða nokk­ur hundruð kíló af eit­ur­lyfj­um.

Gríðarlegt magn af eiturlyfjum og efnum til framleiðslu á alsælu …
Gríðarlegt magn af eit­ur­lyfj­um og efn­um til fram­leiðslu á al­sælu og öðrum verk­smiðju­fram­leiddu dópi fund­ust við rann­sókn­ina. Europol
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert