Stærsta dópverksmiðjan sem fundist hefur í Evrópu

Frá dópverksmiðjunni í Belgíu
Frá dópverksmiðjunni í Belgíu Af vef Europol

Lögregla í Belgíu auk Europol hafa stöðvað starfsemi verksmiðju sem framleiddi alsælu á bóndabæ skammt frá Chimay í Belgíu. Um er að ræða stærstu verksmiðju af þessu tagi sem lögregla hefur komist á snoðir um í Evrópu. Alls hafa 14 verið handteknir í tengslum við rannsóknina.

Alls tóku þrjátíu lögregluþjónar þátt í húsleitum í Belgíu, Hollandi og Póllandi og hafa 11 verið ákærðir í tengslum við málið, níu karlar og tvær konur. Fólkið er ákært fyrir vörslu fíkniefna, framleiðslu og dreifingu. Lögreglan lagði hald á mikið magn af eiturlyfjum og efnum til dópframleiðslu við húsleitirnar. Hinir ákærðu eru frá Belgíu, Búlgaríu og Póllandi en samkvæmt tilkynningu frá Europol var glæpahópurinn vel skipulagður.

Efnin sem voru tekin í aðgerðinni voru í tonnatali í vöruhúsum og verksmiðjunni. Má þar nefna eitt tonn af kristal MDMA, sem er ein hreinasta útgáfan af E-i (estacy). Eins fundust nokkur tonn af grunni e-taflna. Talið er að virði efnanna sem fundust séu nokkur hundruð milljónir evra og að þegar hafi verið búið að framleiða nokkur hundruð kíló af eiturlyfjum.

Gríðarlegt magn af eiturlyfjum og efnum til framleiðslu á alsælu …
Gríðarlegt magn af eiturlyfjum og efnum til framleiðslu á alsælu og öðrum verksmiðjuframleiddu dópi fundust við rannsóknina. Europol
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert