Breska þingið hafnar hernaði

Breska þingið hefur fellt tillögu David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, um að grípa til hernaðaraðgerða gegn ríkisstjórn Sýrlands til að koma í veg fyrir að þarlend stjórnvöld beiti efnavopnum.

Tillaga ríkisstjórnarinnar var felld með 285 atkvæðum gegn 272. 

Cameron segir ljóst að þingið vill ekki grípa til aðgerða og ríkisstjórnin muni virða vilja þingsins, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins.

Þar með er ljóst að Bretar muni ekki taka þátt í hernaðaraðgerðum með bandarískum stjórnvöldum gegn Sýrlandsstjórn.

Niðurstaðan þykir vera mikið áfall fyrir Cameron. 

Mótmælendur söfnuðust saman við breska þinghúsið í London í dag.
Mótmælendur söfnuðust saman við breska þinghúsið í London í dag. AFP
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert