Lét taka fyrrverandi unnustu sína af lífi

mbl.is

Fyrrverandi unnusta Kim Jong-uns, einræðisherra Norður-Kóreu, var á meðal tólf þekktra einstaklinga úr popptónlistargeira landsins sem teknir voru af lífi fyrir níu dögum samkvæmt frétt suður-kóreska dagblaðsins Chosun Ilbo.

Fram kemur á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph að unnustan fyrrverandi, Hyon Song-wol sem var poppsöngkona, hafi ásamt öðrum sem teknir voru af lífi af aftökusveit vopnaðri vélbyssum verið sökuð um að brjóta gegn lögum um klám. Fleiri einstaklingar í popptónlistargeira Norður-Kóreu og ættingjar fólksins voru neyddir til þess að horfa á aftökuna samkvæmt fréttinni. Að henni lokinni voru þeir fluttir í fangabúðir.

Fólkið sem tekið var af lífi var allt í hljómsveit Hyon og voru söngvarar, hljóðfæraleikarar og dansarar. Það var sakað um að setja saman tónlistarmyndbönd af sér í kynferðislegum stellingum og dreifa þeim.

Frétt Daily Telegraph

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert