Danir gætu þurft að kveðja hina vinsælu lakkríspípu, verði ný reglugerð frá Evrópusambandinu innleidd þar í landi. Reglugerðin bannar sölu á sælgæti sem líkist tóbaksvörum og mun því tyggjó, súkkulaðisígarettur og svartar lakkríspípurnar hverfa af markaðinum. Frá þessu er greint á fréttavef Berlinske.
Reglugerðin er hluti af stærri reglugerð sem sett er með það að markmiði að ungt fólk byrji ekki að reykja. Mentólsígarettur munu einnig hverfa af markaðinum því tóbak má ekki lykta eins og sælgæti eða önnur bragðefni.